Færsluflokkur: Bloggar

Ýtir undir kvótaleigu.

Þessar strandveiðar eiga sér skuggahliðar sem ekki eru mikið ræddar.  Heimildarmaður minn sagði mér að veiðarnar hæfust með þeim hætti að fiskur er veiddur, slægður og flokkaður í tvö kör.  Fyrsta flokks stór fiskur og svo smærri lélegri fiskur.  Svo þegar líða tekur á daginn, þá taka menn til við að henda smærri fiski fyrir stærri.  Ekki á hann gott með að synda mikið eftir að búið er að blóðga hann og slægja.  Svo hann endar á botninum sem fóður fyrir einhver kvikindi þar. 

Svo þegar allt er talið þá er í einhverjum tilfellum búið að drepa 11 -12 hundruð  kíló af fiski til að geta landað 800 kg af úrvalsfiski. Gaman væri að vita hvort þetta er almennt svona og fá þá að sjá löndunarskýrslur sem tilgreina samsetningu á afla.  Gaman væri að vita hversu margir ufsar og smærri þorskur eru þar skráðir.  Önnur skuggahlið er á þessari annars ágætu hugmynd og hún er sú að menn sem "eiga" kvóta geta leigt hann frá sér og fiskað strandveiðikvótann.


mbl.is Strandveiðarnar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband